Eftir að hafa tapað niður 17 stiga forskoti og misst leikinn í framlengingu reif lið Memphis sig upp og vann Chicago í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt.
Memphis skoraði fyrstu sex stigin í framlengingu og það forskot missti liðið ekki aftur niður. Þetta var þriðji leikur Bulls í röð sem fer í framlengingu.
Marc Gasol skorað 19 stig fyrir Memphis en liðið fékk líka 13 stig og 19 fráköst frá Zach Randolph. Jimmy Butler skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og stal 3 boltum í liði Bulls.
Það er svo fín sigling á LA Clippers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt.
Úrslit:
Charlotte-Sactramento 93-97
Atlanta-San Antonio 93-98
Chicago-Memphis 82-85
Noew Orleans-Golden State 112-116
Minnesota-Houston 92-79
Utah-Cleveland 109-98
Portland-Milwaukee 104-110
LA Clippers-Washington 95-87
