Umfangsmikil fjársvik í Brasiliu hafa kostað danska kaffiframleiðandann Merrild yfir 200 milljónir danskra króna eða hátt í 5 milljarða króna.
Fjársvikin áttu sér stað hjá starfsmönnum dótturfélags Merrild í Brasilíu og eru til rannsóknar á vegum lögreglunnar þar í landi.
Sagt er frá þessu máli í viðskiptablaðinu börsen en þar kemur fram að þessi fjársvik hafi verið helsta ástæða þess að Merrild skilaði tapi af rekstri sínum á síðasta ári.
Fjársvik kosta Merrild Kaffe nærri 5 milljarða
