Atvinnuíþróttamenn svitna gríðarlega í vinnunni og lyktin af þeim eftir leiki er ekki beint til útflutnings. Menn verða því að beita öllum ráðum til þess að lykta almennilega þess á milli.
Chris Paul, stjarna LA Clippers, ætlar að fara með þetta mál alla leið því hann er að koma með sinn eigin rakspíra á markað.
Rakspírinn mun heita "Untouchable" eða ósnertanlegur. Mikið verður gert út á hversu góður faðir Paul er í auglýsingum en sonur hans verður með í auglýsingaherferðinni.
Rakspírinn kemur svo að sjálfsögðu út á feðradeginum. Þarna eru menn með allt sitt á kristaltæru.
Flaska af rakspíranum verður seld á rúmar 3.000 krónur.

