Bandaríkjamenn töpuðu óvænt, 2-1, fyrir Hondúras í undankeppni HM í gær. Fyrra mark Hondúras var af dýrari gerðinni.
Hjólhestaspyrna í teignum frá Juan Carlos Garcia sem markvörður Bandaríkjanna, Tim Howard, átti ekki möguleika í.
Jerry Bengston tryggði Hondúras sigur með marki ellefu mínútum fyrir leikslok.
