Írar samþykkja að gera risabankann IBRC gjaldþrota 7. febrúar 2013 06:18 Samþykkt var með miklum meirihluta í nótt á írska þiningu að lýsa risabankann IBRC gjaldþrota. Bankinn var reistur á rústum Anglo Irish Bank og sparisjóðsins Irish Nationwide Building Society. Með því að lýsa bankann gjaldþrota vonast írsk stjórnvöld til þess að létta mjög á skuldabyrði ríkisins en seðlabanki Evrópu á eftir að samþykkja þessa ráðstöfun. Bankinn hefur reynst Írum þungur baggi en írsk stjórnvöld skuldbundu sig til að greiða rúmlega 3 milljarða evra á ári fram til ársins 2023 til að fjármagna bankann. Í heild hefði þetta kostað írska ríkið um 36 milljarða evra eða yfir 6.000 milljarða króna. Á vefsíðu BBC er haft eftir Enda Kenny forsætisráðherra Írlands að það hafi löngu verið orðið tímabært að láta þennan banka hverfa úr fjármálalandslagi Írlands. Ef kostnaðurinn við að endurreisa írska bankakerfið hefði ekki komið til væri opinber skuldastaða Írlands betri en Þýskalands. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samþykkt var með miklum meirihluta í nótt á írska þiningu að lýsa risabankann IBRC gjaldþrota. Bankinn var reistur á rústum Anglo Irish Bank og sparisjóðsins Irish Nationwide Building Society. Með því að lýsa bankann gjaldþrota vonast írsk stjórnvöld til þess að létta mjög á skuldabyrði ríkisins en seðlabanki Evrópu á eftir að samþykkja þessa ráðstöfun. Bankinn hefur reynst Írum þungur baggi en írsk stjórnvöld skuldbundu sig til að greiða rúmlega 3 milljarða evra á ári fram til ársins 2023 til að fjármagna bankann. Í heild hefði þetta kostað írska ríkið um 36 milljarða evra eða yfir 6.000 milljarða króna. Á vefsíðu BBC er haft eftir Enda Kenny forsætisráðherra Írlands að það hafi löngu verið orðið tímabært að láta þennan banka hverfa úr fjármálalandslagi Írlands. Ef kostnaðurinn við að endurreisa írska bankakerfið hefði ekki komið til væri opinber skuldastaða Írlands betri en Þýskalands.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira