Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að stjórnvöld muni leggja meiri áherslu á gagnsæi og baráttu gegn spillingu, með það fyrir augum að endurheimta traust íbúa landsins, en mótmæli í stærstu borgum Spánar, þar sem megininntakið er barátta gegn spilltri stjórnsýslu, hafa verið fjölmenn undanfarna mánuði.
Á vefsvæði Wall Street Journal (WSJ) í dag, er frá því greint að skoðanakannanir meðal íbúa Spánar sýni mikið vantraust í garð stjórnvalda. Þá hefur þrálátur orðrómur verið um það í umræðudálkum blaða á Spáni, að Rajoy sjálfur og stjórnarflokkarnir hafi fengið miklar peningagreiðslur frá fjármálafyrirtækjum á Spáni. Þessu hefur Rajoy neitað, og sagði hann í sjónvarpsviðtali í gær að hann myndi opinbera allar fjármunaeignir sínar og skattgreiðslur til þess að eyða efasemdum meða íbúa Spánar.
Sjá má frétt WSJ hér.
Rajoy ætlar að birta yfirlit yfir eignir sínar
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent




Greiðsluáskorun
Samstarf

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent