Juventus situr aftur eitt á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Chievo í dag.
Alessandro Matri og Stephan Lichtsteiner skoruðu mörk Juventus í fyrri hálfleik en Cyril Threrau minnkaði muninn fyrir Chievo snemma í þeim síðari.
Juventus er með þriggja stiga forystu á Napoli sem vann 2-0 sigur á Catania í gær. Lazio er svo í þriðja sætinu, níu stigum á eftir Juventus, en á leik til góða.
Nicolas Anelka, sem gekk til liðs við Juventus fyrir fáeinum dögum, var ónotaður varamaður í dag.
