Körfubolti

NBA í nótt: Góð frumraun hjá Gay í Toronto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rudy Gay í leiknum í nótt.
Rudy Gay í leiknum í nótt. Mynd/AP
Rudy Gay skoraði 20 stig í sínum fyrsta leik með Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta. Alls fóru tólf leikir fram í deildinni í nótt.

Gay kom til Toronto frá Memphis í leikmannaskiptum þriggja liða. Þriðja liðið í skiptunum var Detroit Pistons.

Toronto vann sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli, 98-73. Amir Jhonson var með nítján stig og sextán fráköst og þá var DeMar DeRozan með nítján stig.

Clippers saknaði þó nokkurra leikmanna vegna meiðsla en liðið hefur nú tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum alls.

LA Lakers komst aftur á sigurbraut með sigri á Minnesota, 111-100. Kobe Bryant náði næstum því þrefaldri tvennu en hann var með sautján stig, tólf fráköst og átta stoðsendingar.

Pau Gasol var í byrjunarliðinu í fjarveru Dwight Howard, sem er meiddur. Gasol nýtti tækifærið vel og var með 22 stig og tólf fráköst. Steve Nash átti einnig góðan leik og var með sautján stig og sjö stoðsendingar.

New York Knicks hefur unnið þrjá leiki í röð en liðið hafði betur gegn Milwaukee, 96-86. Carmelo Anthony var með 25 stig og Amare Stoudemire sautján og sjö fráköst.

Þá vann Boston sigur á Orlando, 97-84, en þeir Paul Pierce og Kevni Garnett voru báðir með tvöfalda tvennu í leiknum.

Úrslit næturinnar:

Toronto - LA Clippers 98-73

Indiana - Miami 102-89

Boston - Orlando 97-84

Brooklyn - Chicago 93-89

New York - Milwaukee 96-86

Philadelphia - Sacramento 89-80

Detroit - Cleveland 117-99

Memphis - Washington 85-76

Denver - New Orleans 113-98

Utah - Portland 86-77

Phoenix - Dallas 99-109

Minnesota - LA Lakers 100-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×