Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Stephen Curry bítur í gullverðlaunapeninginn sem hann vann með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París á dögunum. Getty/Tom Weller NBA körfuboltamaðurinn Stephen Curry hefur náð samkomulagi við Golden State Warriors um að framlengja samningi sínum um eitt ár. Curry var með samning til sumarsins 2026 en bætir nú við 2026-27 tímabilinu. Hann fær enga smáupphæð fyrir þetta viðbótarár eða 62,6 milljónir Bandaríkjadala. Það gerir um 8,6 milljarða í íslenskum krónum og er meira en sum atvinnumannalið í öðrum íþróttum í Bandaríkjunum borga öllum leikmönnum sínum til samans. Með þessu kemst Curry í fámennan hóp með þeim LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru einu NBA leikmenn sögunnar sem hafa fengið meira en fimm hundruð milljón dala í laun á ferlinum eða meira en 69 milljarða króna. Curry fékk fjögurra ára 215,4 milljón dala samning í ágúst 2021. Hann er orðinn 36 ára gamall og verður því 39 ára þegar samningurinn rennur út eftir þessa framlengingu. Á sínu fimmtánda tímabili í fyrra var Curry með 26,4 stig í leik og hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota auk þess að gefa 5,1 stoðsendingu í leik. Hann hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors. Curry varð Ólympíumeistari í fyrsta skiptið í París á dögunum en hann átti þá stórleik í bæði undanúrslitaleiknum sem og í leiknum um gullverðlaunin. Stephen Curry will become the FIRST American team-sport pro athlete to earn over $60 MILLION in a single season 🤯His 1 Year/$62.6M extension with the Warriors will keep him under contract through the 2026-2027 season. pic.twitter.com/UaIhBwvC2O— Basketball Forever (@bballforever_) August 30, 2024 NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Curry var með samning til sumarsins 2026 en bætir nú við 2026-27 tímabilinu. Hann fær enga smáupphæð fyrir þetta viðbótarár eða 62,6 milljónir Bandaríkjadala. Það gerir um 8,6 milljarða í íslenskum krónum og er meira en sum atvinnumannalið í öðrum íþróttum í Bandaríkjunum borga öllum leikmönnum sínum til samans. Með þessu kemst Curry í fámennan hóp með þeim LeBron James og Kevin Durant. Þeir eru einu NBA leikmenn sögunnar sem hafa fengið meira en fimm hundruð milljón dala í laun á ferlinum eða meira en 69 milljarða króna. Curry fékk fjögurra ára 215,4 milljón dala samning í ágúst 2021. Hann er orðinn 36 ára gamall og verður því 39 ára þegar samningurinn rennur út eftir þessa framlengingu. Á sínu fimmtánda tímabili í fyrra var Curry með 26,4 stig í leik og hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota auk þess að gefa 5,1 stoðsendingu í leik. Hann hefur spilað allan sinn feril með Golden State Warriors. Curry varð Ólympíumeistari í fyrsta skiptið í París á dögunum en hann átti þá stórleik í bæði undanúrslitaleiknum sem og í leiknum um gullverðlaunin. Stephen Curry will become the FIRST American team-sport pro athlete to earn over $60 MILLION in a single season 🤯His 1 Year/$62.6M extension with the Warriors will keep him under contract through the 2026-2027 season. pic.twitter.com/UaIhBwvC2O— Basketball Forever (@bballforever_) August 30, 2024
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira