NBA í nótt: Góður sigur Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2013 09:00 Andrew Bogut og David Lee fagna í leiknum í nótt. Mynd/AP Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira