Golf

Tiger spilaði golf með Bandaríkjaforseta

Tiger með Obama í Hvíta húsinu.
Tiger með Obama í Hvíta húsinu.
Það er allt á uppleið hjá Tiger Woods þessa dagana eftir afar erfiða tíma síðustu ár. Hann er farinn að spila eins og maður á nýjan leik og fékk svo tækifæri um helgina til þess að spila hring með Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þetta er í fyrsta skipti sem Obama og Tiger spila golf saman.

Þeir léku saman í Flórída á laugardag. Með í hollinu voru Jim Crane, eigandi hafnaboltaliðsins Houston Astros, og Ron Kirk, fyrrum borgarstjóri í Dallas.

Forsetaskrifstofan vildi ekki gefa neitt upp um golfhringinn.

Forsetinn tók hringinn þó alvarlega því hann æfði með Butch Harmon, fyrrum þjálfara Tiger, daginn fyrir hringinn með Woods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×