Bayern München er nú komið með átján stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Wolfsburg á útivelli.
Þetta var fimmti sigur Bayern í röð í deildinni en liðið hefur reyndar aðeins tapað einum deildarleik í allan vetur.
Markahæsti leikmaður deildarinnar, Mario Mandzukic, skoraði fyrra mark Bayern í leiknum og Arjen Robben það síðara.
Mandzukic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Bayern en hann kom til liðsins í sumar frá Wolfsburg.
Bayern jók forystuna á toppnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
