Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu bestu MMA-bardagamönnum 25 ára yngri samkvæmt MMA-fréttasíðunni mmajunkie.com en Bardagafregnir.is segir frá þessum nýjasta lista síðunnar í dag. MMA-íþróttin heitir blandaðar bardagaíþróttir á íslensku.
Gunnar er settur í 19. sæti á listanum en mikil spenna er fyrir bardaga Gunnars á móti Jorgie Santiago í Wembley Arena í London um helgina. Gunnar kom sér í umræðunni með frábærum sigri í síðasta bardaga og nú er að sjá hvort hann geti fylgt því eftir á laugardagskvöldið.
"Renzo Gracie-John Danaher glímu snillingurinn Gunnar Nelson hefur komið íslenskum bardagaköppum á kortið. Gunnar kláraði DeMarques Johnson í fyrsta bardaga sínum í UFC á minna en fimm mínútum. Eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta bardaga hefur Gunnar sigrað tíu bardaga í röð og þar af sjö þeirra með lásum. Hinn 24 ára gamli veltivigtar kappi mun mæta fyrrum World Victory Road/Sengoku millivigtar meistara Jorgie Santiago í London um þessa helgi. Sigur á Brasilíumanninum myndi gera gríðarlega mikið fyrir Gunnar og hjálpa honum að fá að mæta betri bardagamönnum í næstu bardögum," segir í umfjölluninni um Gunnar.
Það er hægt að sjá fréttina á Bardagafregnir.is með því að smella hér.
Gunnar Nelson einn af þeim 20 bestu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn


„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti
