Danmörk eina landið í ESB sem selur meiri orku en það kaupir 14. febrúar 2013 06:49 Danmörk er eina landið innan Evrópusambandsins sem selur meiri orku til annarra landa en keypt er til notkunar innanlands. Þetta sýna nýjar tölur frá Eurostat hagstofu Evrópusambandsins um hve einstaka lönd innan þess þurfi að kaupa mikið af orku frá öðrum löndum. Malta er það land sem er mest háð orkukaupum en Malta þarf að kaupa alla þá orku sem notuð er á eyjunni. Næst á eftir kemur Lúxemborg sem þarf að kaupa 97% af orkunotkun sinni frá öðrum löndum. Kýpur kaupir 93% af sinni orku og Írland kaupir 89%. Meðaltalið fyrir öll lönd Evrópusambandsins er 54% en úttekt Eurostat nær til áranna 2008 til 2011. Hvað Danmörk varðar selur landið frá sér 9% meira af orku en það kaupir inn frá öðrum löndum. Hér munar mest um vindmyllur ásamt olíu- og gasvinnslu Dana í Norðursjó. Fram kemur í úttektinni að 23 af 27 löndum Evrópusambands hafa dregið úr orkunotkun sinni á fyrrgreindu tímabili. Mestu orkunotendurnir eru Þýskaland, Frakkland, Stóra-Bretland, Spánn og Ítalíu en um 66% af allri orkunotkun innan sambandsins er í þessum fimm löndum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danmörk er eina landið innan Evrópusambandsins sem selur meiri orku til annarra landa en keypt er til notkunar innanlands. Þetta sýna nýjar tölur frá Eurostat hagstofu Evrópusambandsins um hve einstaka lönd innan þess þurfi að kaupa mikið af orku frá öðrum löndum. Malta er það land sem er mest háð orkukaupum en Malta þarf að kaupa alla þá orku sem notuð er á eyjunni. Næst á eftir kemur Lúxemborg sem þarf að kaupa 97% af orkunotkun sinni frá öðrum löndum. Kýpur kaupir 93% af sinni orku og Írland kaupir 89%. Meðaltalið fyrir öll lönd Evrópusambandsins er 54% en úttekt Eurostat nær til áranna 2008 til 2011. Hvað Danmörk varðar selur landið frá sér 9% meira af orku en það kaupir inn frá öðrum löndum. Hér munar mest um vindmyllur ásamt olíu- og gasvinnslu Dana í Norðursjó. Fram kemur í úttektinni að 23 af 27 löndum Evrópusambands hafa dregið úr orkunotkun sinni á fyrrgreindu tímabili. Mestu orkunotendurnir eru Þýskaland, Frakkland, Stóra-Bretland, Spánn og Ítalíu en um 66% af allri orkunotkun innan sambandsins er í þessum fimm löndum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira