Jose Mourinho segir að leikur Real Madrid og Manchester United í kvöld hafi ekki komið sér á óvart en liðin skildu jöfn í Meistaradeildinni í kvöld, 1-1.
„Ég átti von á þessu. Þetta var mjög opinn leikur og mun ekki ráðast fyrr en á lokamínútunum í seinni leiknum," sagði Mourinho en hann er stjóri Real Madrid.
„Þeir breyttu sínum leikstíl fyrir þennan leik - Rio og Evans stigu ekki fæti á okkar vallarhelming allan leikinn. Þeir treystu þess í stað á föst leikatriði eða skyndisóknir. Við vorum liðið sem vorum að elta leikinn."
Síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum fer fram í Manchester þann 5. mars næstkomandi.
„Það er allt enn galopið og ég segi enn að bæði lið eigi helmingslíkur á að komast áfram. En við getum skorað meira en eitt mark á Old Trafford."
Mourinho: Getum skorað meira en eitt á Old Trafford
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1