Sonur körfuboltagoðsagnarinnar Larry Bird er kominn í vandræði því hinn 21 árs gamli Connor Bird var handtekinn síðastliðinn sunnudag eftir að hann reyndi að keyra yfir gamla kærustu í Bloomington í Indianapolis.
Connor Bird á yfir höfði sér margskonar ákærur meðal annars fyrir líkamsmeiðingar, hótanir, tjón á eigum annarra og vörslu maríjúana. Hann er því í vondum málum og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist.
Upphaf málsins má rekja til rifildis milli Connor Bird og gömlu kærustunnar í íbúð hans sem endaði með að Bird kastaði farsímanum sínum í hana. Connor og konan rifust síðan enn meira í bíl hans og þegar hún fór út úr bílnum reyndi strákurinn tvisvar sinnum að keyra á hana.
Connor hefur áður komst í kast við lögin en það var árið 2011 og þá fyrir drykkjulæti og neyslu áfengis undir lögaldri.
Larry Bird er einn frægasti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og er jafnframt sá eini sem hefur verið kostinn besti leikmaður, besti þjálfari og besti stjórnandi í NBA.
Sonur Larry Bird handtekinn - reyndi að keyra yfir gamla kærustu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
