Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji og ofurvaramaður hjá Manchester United talar um það í nýju viðtali við spænska blaðið Marca að hann dreymi um það að snúa aftur á Old Trafford til að taka við United-liðinu. Solskjær hefur gert Molde að norskum meisturum síðustu tvö tímabil.
Solskjær er nú 39 ára gamall en hann var í meira en áratug hjá Manchester United og trúir því að hann sé maðurinn sem getur tekið við af hinum 71 árs gamla Sir Alex Ferguson.
„Kannski hljómar það kjánalega en ég læt mig dreyma um að stýra United. Ég er samt ekki að segja að það gerist einhvern tímann," sagði Ole Gunnar Solskjær við Marca.
„Ég vann með Alex Ferguson í fimmtán ár, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari varaliðsins. Hans aðferðafræði hefur haft mikil áhrif á minn hugsunargang. Næstum því allt sem ég kann lærði ég af Sir Alex," sagði Solskjær.
„Við trúum báðir á það sem við erum að gera, við viljum alltaf vinna, treystum ungum mönnum inn á vellinum og leggjum mikið á okkur," sagði Solskjær.
Solskjær: Næstum því allt sem ég kann lærði ég af Sir Alex
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti


„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn


„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
