Körfubolti

Chris Paul hyggst framlengja við Clippers

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Talið er að leikstjórnandinn Chris Paul muni semja við NBA-lið Los Angeles Clippers næsta sumar þegar hann verður samningslaus. Paul leikur með Clippers sem leikið hefur mjög vel í vetur.

Clippers vann 17 sigra í röð á tímabilinu en hefur átt í vandræðum að undanförnu þar sem Paul hefur átt við meiðsli að stríða.

Heimildarmaður ESPN sem þekkir vel til segir 99,5 prósent líkur á að Chris Paul semji við Clippers í sumar en telja má líklegt að öll lið sem eiga rúm undir launaþakinu myndu vilja semja við þennan besta leikstjórnanda deildarinnar.

Paul hafnaði því að framlengja samning sinn við félagið í sumar þegar félagið bauð 60 milljónir dala fyrir þrjú ár.

Hann hafnaði samningnum þar sem hann getur samið til fimm ára í sumar.

Paul hefur lengi verið orðaður við New York Knicks en Paul líður vel í Los Angeles og ólíklegt að hann fari austur.

Paul er 27 ára gamall. Hann hefur skorað 16,3 stig að meðaltali í leik og gefið 9,5 stoðsendingar í leik. Clippers hefur tapað sex af 12 leikjum sem Paul hefur misst af vegna meiðsla og ljóst að áframhaldandi velgengni liðsins er háð því hvað Paul gerir næsta sumar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×