Birkir Bjarnason skoraði þegar Pescara gerði 1-1 jafntefli gegn Palermo á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Birkir kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og var búinn að skora sjö mínútum síðar. Annað mark Birkis í ítölsku A-deildinni.
Forysta Pescara dugði í sjö mínútur því Diego Fabbrini jafnaði metin á 80. mínútu og þar við sat.
Pescara var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og er í fallsæti. Liðið er með 21 stig í 18. sæti, stigi á eftir Genoa. Palermo er í neðsta sæti með 18 stig líkt og Siena.
Birkir skoraði gegn botnliðinu

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti



