Hinn 38 ára gamli Derek Fisher er búinn að skrifa undir samning við Oklahoma Thunder út leiktíðina. Hann ætlar sér stóra hluti með Thunder.
Fisher vann fimm NBA-meistaratitla með LA Lakers á sínum tíma og hann hefur ákveðið að spila í treyju númer sex í ár til þess að minna sig á af hverju hann er mættur aftur út á völlinn.
"Þetta er táknrænt númer því ég ætla að vinna sjötta titilinn í sumar. Ég er kominn hingað til þess að hjálpa Thunder að verða besta lið deildarinnar," sagði Fisher.
Hann lék í treyju númer 37 hjá Thunder í fyrra. Það var til þess að minna hann á hversu gamall hann væri.
Fisher ætlar að verða meistari með Thunder

Mest lesið






„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
