Það er ekki daglegt brauð að þekktir einstaklingar ferðist til hins einangraða lands, Norður-Kóreu. Það vekur því eðlilega athygli að skrautfuglinn Dennis Rodman sé farinn þangað.
Rodman er í Norður-Kóreu ásamt þrem leikmönnum Harlem Globetrotters. Þeir eru að taka upp efni fyrri HBO-sjónvarpsstöðina og kynna körfuboltann í landinu.
Rodman og félagar verða með æfingar fyrir börn og unglinga ásamt því að spila við bestu körfuboltamenn þjóðarinnar í sýningarleik.
Rodman er líklega skrautlegasti maður sem hefur komið til landsins en leiðtogi Norður-Kóreu, Kin Jong Un, er sagður vera mikill aðdáandi þessa fyrrverandi NBA-leikmanns.
Hann er sagður hafa fylgst vel með er Rodman var að vinna meistaratitla með Chicago Bulls á sínum tíma.
