"Hefði væntanlega enginn sagt neitt við gulu spjaldi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 22:31 „Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur." Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
„Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur."
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55
Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu