Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2013 15:07 Mynd/Nordic Photos/Getty Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira