Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna fínn sigur hjá Chicago Bulls gegn Brooklyn Net, 96-85, en leikurinn fór fram í Chicago.
Joakim Noah var frábær að vanda fyrir Bulls en hann gerði 21 stig í leiknum. Liðsfélagi hans Carlos Boozer var með 20 stig.
Hér að neðan má sjá öll úrslitin í nótt:
Chicago - Brooklyn 96-85
Philadelphia - Golden State 104-97
Portland - Minnesota 109-94
Milwaukee - Toronto 122-114
