Körfubolti

Rodman og Kim Jong Un orðnir bestu vinir

Rodman og Un voru í banastuði á leiknum.
Rodman og Un voru í banastuði á leiknum.
Ferðalag körfuboltastjörnunnar einstöku til Norður-Kóreu hefur vakið heimsathygli. Þar hefur Rodman eytt tíma með hinum umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un. Þeir félagar sátu saman á körfuboltaleik þar sem leikmenn Harlem Globetrotters spiluðu með bestu körfuboltamönnum landsins.

Það fór vel á með þeim á leiknum. Eftir leik bauð Un í kvöldmat sem og í glas. Var það heljarinnar veisla.

"Þú ert búinn að eignast vin fyrir lífstíð," sagði Rodman fyrir framan þúsundir áhorfenda í íþróttasalnum. Hann bætti svo að Un væri frábær gaur.

Rodman fór til Norður-Kóreu á mánudag og snéri til baka í dag. Með í för voru þrír leikmenn Harlem Globetrotters og myndatökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni.

Rodman er langþekktasti Bandaríkjmaðurinn sem hefur hitt Un frá því hann tók við stjórnartaumunum í landinu árið 2011.

Un er mikill körfuboltaaðdáandi og hann tjáði Rodman að vonandi myndi heimsókn hans hjálpa til við frekari samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×