Troðsla LeBron James kom í dramatískum endurkomu sigri Miami Heat á móti Boston Celtics í nótt en hann tróð þá með krafti yfir bakvörðinn Jason Terry. James fékk meira að segja tæknivillu fyrir framkomu sína eftir troðsluna.
DeAndre Jordan var líka að troða yfir lítinn mann í sinni troðslu en Brandon Knight hjá Detroit Pistons leit þá afar illa út varnarlaus á móti hinum stóra og sterka Jordan.
Hér fyrir neðan má sjá þessar tvær troðslur og nú er bara stóra spurning: Hvor troðslan er betri?