Meistarar Miami Heat vann í nótt sinn 22. leikí röð og komst um leið í annað sætið yfir lengstu sigurgöngurnar í sögu deildarinnar. Sú sigurganga hófst 3. febrúar.
Dwyane Wade stigahæstur hjá Miami með 24 stig og 9 stoðsendingar. LeBron James skoraði 22 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh skoraði 18.
LA Lakers er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf að gera það með Kobe Bryant á öðru fætinum. Kobe gat ekkert leikið í nótt.
Heimsfriður skoraði 22 stig í nótt og Dwight Howard 12 fyrir Lakers.
Úrslit:
Toronto-Miami 91-108
Milaukee-Orlando 115-109
LA Clippers-NY Knicks 93-80
Houston-Golden State 78-108
Minnesota-New Orleans 97-95
Dallas-Oklahoma 101-107
Brooklyn-Atlanta 93-105
LA Lakers-Sacramento 113-102
Miami og Lakers á sigurbraut
