Það verður ekkert enskt félag í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudag. Það gerðist síðast leiktíðina 1995-96.
Það eru aftur á móti þrjú spænsk félög í pottinum og það í fyrsta skipti síðan árið 2003.
Vísir mun fylgjast með drættinum á föstudaginn.
Þessi lið eru í pottinum:
Barcelona
Real Madrid
Malaga
Bayern München
Dortmund
Juventus
Galatasaray
PSG
