Arsenal á gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum í Meistaradeildinni á miðvikudag. Þá sækir liðið Bayern München heim með 3-1 tap á bakinu eftir fyrri leikinn.
Það vinnur þó með enska liðinu að Frakkinn frábæri, Franck Ribery, getur ekki leikið með Bayern í leiknum vegna meiðsla.
Ribery meiddist í leik liðsins um helgina er það vann Fortuna Düsseldorf. Ellefti sigur Bayern í röð. Arjen Robben myndi að öllu jöfnu leysa hann af en Robben er sjálfur tæpur vegna meiðsla.
Bayern verður einnig á Jerome Boateng og Bastian Schweinsteiger í leiknum en þeir eru í leikbanni.
Arsenal þarf að skora að minnsta kosti þrjú mörk gegn Bayern í leiknum en það hefur engu liði tekist að gera í vetur.
Ribery ekki með gegn Arsenal

Mest lesið



Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn

Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn



„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn
