Fótbolti

Aðeins Messi er betri en ég

vísir/getty
Hinn 36 ára gamli Ítali, Francesco Totti, er með sjálfstraustið í lagi. Hann telur sig vera næstbesta leikmann heims í dag á eftir Lionel Messi.

Totti hefur verið í mögnuðu formi með Roma í vetur og hafa margir sagt að það þurfi að velja hann aftur í ítalska landsliðið.

"Það er aðeins einn leikmaður í heiminum að gera hluti sem ég get ekki. Það er Lionel Messi. Það er enginn ítalskur leikmaður sem kæmist fyrir ofan mig á listum. Tölurnar tala líka sínu máli," sagði Totti kokhraustur.

"Marcello Lippi er besti þjálfari sem ég hef haft. Fabio Capello og Luciano Spalletti voru einnig frábærir. Ég væri samt til í að vinna með Jose Mourinho."

Totti ræðir í viðtali dagsins einnig um heitasta manninn í ítalska boltanum í dag, Mario Balotelli.

"Hann getur orðið stórkostlegur leikmaður en það veltur allt á hans viðhorfi og hegðun. Ef þú ætlar að verða goðsögn þá skiptir máli hvernig þú hagar þér innan og utan vallar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×