Metta World Peace er nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers á meiðslalistanum en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Lakers í NBA-deildinni í körfubolta og liðið hefur náð að spila afar fáa leiki á fullum styrk.
Heimsfriðurinn reif liðþófa í vinstra hné í tapinu á móti Golden State Warriors á mánudagskvöldið en ekki er enn ljóst hversu lengi hann verður frá.
Liðið var nýbúið að endurheimta Pau Gasol sem var frá í sex vikur og þá lítur út fyrir að Kobe Bryant sé kominn aftur á fullt eftir slæma ökklatognun.
Metta World Peace er með 12,8 stig og 5,1 frákast að meðaltali með Lakers í vetur og var að spila sitt besta tímabil síðan að hann skoraði 17,1 stig og tók 5,2 fráköst með Houston Rockets tímabilið 2008-2009.
Los Angeles Lakers er í harðri baráttu við Utah Jazz og Dallas Mavericks um síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en liðið spilar við Minnesota Timberwolves í kvöld. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og verður bara að vinna Úlfana.
Endalaus meiðsli hjá Lakers - friðurinn úti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

