Körfubolti

NBA: Dallas að blanda sér inn í baráttuna við Lakers og Utah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Nowitzki er alskeggjaður þessa dagana.
Dirk Nowitzki er alskeggjaður þessa dagana. Mynd/AP
Dallas Mavericks er enn á fullu með í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn í röð í nótt. Dallas vann þá Los Angeles Clippers í framlengdum leik.

Dirk Nowitzki skoraði 33 stig í 109-102 sigri Dallas Los Angeles Clippers en hann hefur ekki skorað meira í einum leik á tímabilinu. Dallas er nú jafnt Utah Jazz í 9. sætinu og aðeins einum sigri á eftir Los Angeles Lakers sem situr þessa stundina í hinu eftirsótta áttunda sæti. Þetta var níundi sigur Dallas í síðustu tólf leikjum.

OJ Mayo tryggði Dallas framlenginguna þegar hann jafnaði í 97-97 0,9 sekúndum fyrir leikslok en Chris Paul hafði þá komið Clippers yfir þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir. Chris Paul skoraði 33 stig fyrir Los Angeles Clippers en liðið skoraði ekki körfu í fjórar mínútur í framlengingunni eftir að Paul kom liðinu yfir í upphafi hennar og á meðan breytti Dallas-liðið stöðunni úr 97-99 í 107-100.

J.R. Smith skoraði 32 stig og Carmelo Anthony var með 29 stig fyrir New York Knicks í öruggum 100-85 sigri á Boston Celtics. Jeff Green skoraði 19 stig fyrir Boston og Paul Pierce var með 16 stig en liðið lék enn á ný án Kevin Garnett.

Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:

Boston Celtics - New York Knicks 85-100

Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 82-105

Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 109-102 (framlenging)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×