Eins og Lífið hefur greint frá verða rendur og línur áberandi tískutrend í sumar og koma jafnvel til með að leysa blómamynstrin af hólmi þetta árið. Stjörnurnar hafa tískuna á hreinu og eru löngu byrjaðar að láta sjá sig í röndótta trendinu við hin ýmsu tækifæri. Leikkonurnar Zoe Saldana, Kirsten Dunst og Olivia Wilde heilluðust af röndóttum kjólum úr vor -og sumarlínu Dolce & Gabbana. Þær tóku sig glæsilega út í röndum á rauða dreglinum.