Körfubolti

NBA: 26 sigrar í röð hjá Miami Heat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/AP
Miami Heat átti ekki í miklum vandræðum með að landa 26. sigrinum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að leika án Dwyane Wade sem hvíldi vegna óþæginda í hægra hné. Miami vann þá 109-77 heimasigur á Charlotte Bobcats.

LeBron James var með 32 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst í nótt en hann hitti úr 11 af 14 skotum sínum í leiknum. Chris Bosh og Norris Cole voru báðir með 15 stig fyrir Miami sem vantar nú sjö sigra til viðbótar til að jafna NBA-met Los Angeles Lakers frá 1971-72.

James Harden tryggði Houston Rockets 96-95 sigur á San Antonio Spurs þegar hann skoraði sigurkörfuna 4,5 sekúndum fyrir leikslok. Harden skoraði 18 af 29 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir Spurs.

Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt:

Milwaukee Bucks - Atlanta Hawks 99-104

Miami Heat - Charlotte Bobcats 109-77

Houston Rockets - San Antonio Spurs 96-95

Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 103-83

Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 97-104

Dallas Mavericks - Utah Jazz 113-108

Phoenix Suns - Brooklyn Nets 100-102

Sacramento Kings - Philadelphia 76Ers 103-117

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×