Leikmenn Nest trúðu vart sínum eigin augum þegar boltinn fór niður. Ekki nóg með að Paul hafi sett niður tvö stig þá fékk hann villu að auki dæmda á varnarmenn Nets og vítaskot. Mögnuð tilþrif og með körfunni tryggði Paul liði sínu sigur í leiknum.
Clippers vann leikinn í nótt, 101-95. Paul átti skínandi góðan leik og skoraði 29 stig.