Glansandi metaláferðir í anda níunda áratugarins verða áberandi í tískuheiminum með hækkandi sól. Margir hönnuðir notuðust við þetta skemmtilega trend fyrir vor-og sumarlínur sínar þetta árið, en við sáum kjóla, kápur og skó með glansandi áferðum á sýningarpöllunum hjá Burberry, Alexander Wang og Mulberry. Trend sem er heldur betur skemmtilegt fyrir augað.