Það fóru aðeins þrír leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Mesta spennan var í leik Denver og Philadelphia þar sem Denver tryggði sér nauman eins stigs sigur.
Það var Corey Bewer sem skoraði úr tveimur vítaskotum undir lokin en hann skoraði alls 29 stig í leiknum. Þar af síðustu sex stig leiksins.
Þetta var mikilvægur sigur fyrir Nuggets sem er nú búið að vinna 16 heimaleiki í röð.
Damien Wilkins skoraði 24 stig fyrir Sixers og Jrue Holiday skoraði 18 og gaf 15 stoðsendingar.
Úrslit:
Chicago-Portland 89-99
Denver-Philadelphia 101-100
Sacramento-Minnesota 101-98
