Highschool Musical-stjarnan Ashley Tisdale og þúsundþjalasmiðurinn Stacy Keibler hrifust báðar að þessum glæsilega kjól frá Rebeccu Minkoff.
Ashley klæddist honum fyrst þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Extra í Los Angeles. Stacy smeygði sér í hann aðeins tveimur dögum seinna á viðburði á vegum líkamsræktarfrömuðarins Tracy Anderson.