Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 15:45 Upp úr sauð í síðari leiknum á Bernabeu. Nordicphotos/Getty Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira