Skoruðu þrisvar gegn Real á 28 mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 15:45 Upp úr sauð í síðari leiknum á Bernabeu. Nordicphotos/Getty Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Sjá meira
Það eru líklega fáir sem hafa trú á endurkomu Galatasaray gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.Real vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í Madrid en liðin mætast í Istanbúl í kvöld. Galatasaray þarf að skora að minnsta kosti þrisvar og hefur til þess rúmlega níutíu mínútur. Tyrkneska liðið á þó fínar minningar frá viðureign liðanna á Ali Sami Yen leikvanginum í Istanbúl árið 2001. Þá mættust liðin einmitt í átta liða úrslitum nema fyrri leikurinn fór fram í Tyrklandi. Þáverandi Evrópumeistarar léku sér að tyrkneska liðinu í fyrri hálfleik. Ivan Helguera skallaði aukaspyrnu Luis Figo í netið á 33. mínútu og Claude Makelele skoraði sjaldséð mark á markamínútunni með skoti framhjá Brasilíumanninum Claudio Taffarel í markinu. Þegar gengið var til búningsherbergja virtust öll sund lokuð fyrir Tyrkina.Hasan Sas, Claudio Taffarel, Gheorghe Hagi, Mario Jardel og félagar.Nordicphotos/Getty„Þetta var líklega besti hálfleikur ferils míns," segir Mircea Lucescu, þáverandi stjóri Galatasaray, um síðari hálfleikinn. Rúmeninn, sem í dag stýrir Shaktar Donetsk, fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléi og úr varð eftirminnilegur síðari hálfleikur. Eftir tveggja mínútna leik í síðari hálfleik braut Makelele á Hasan Sas innan vítateigs og Umit skoraði úr spyrnunni. Tyrkirnir, með arkitektinn Gheorghe Hagi í broddi fylkingar, voru komnir með blóð á tennurnar. Hasan Sas var sjálfur á ferðinni á 66. mínútu með fínu skoti eftir undirbúning Faith Akyel. Lyktin af sigri Galatasaray, því sem virtist fjarlægur draumur tuttugu mínútum fyrr, var allt í einu orðin mjög sterk.Ivan Helguera reyndist Tyrkjunum erfiður. Hann skoraði í báðum leikjunum.Nordicphotos/GettyFatih nýtti sér varnarmistök hjá Real á vinstri vængnum. Tyrkinn sendi fyrir markið á Portúgalann og farandverkamanninn Mario Jardel sem stangaði boltann í hornið. Tyrkirnir voru nær því að bæta við mörkum en Real að jafna metin og frækinn sigur Galatasaray var í höfn. Myndband af leiknum eftirminnilega og viðtöl við leikmenn og þjálfara má sjá á heimasíðu UEFA, smellið hér. Real Madrid tókst þó að hafa sigur í seinni leiknum á sínum nautsterka heimavelli með kunnuglegum lokatölum, 3-0. Leikur Galatasaray og Real Madrid er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en Meistaradeildarmörkin 45 mínútum fyrr á Stöð 2 Sport.Mörkin úr fyrri leik liðanna á Bernabeu má sjá hér.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó