Körfubolti

Veik von Dallas lifir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chris Kaman fór á kostum gegn Portland í nótt.
Chris Kaman fór á kostum gegn Portland í nótt. Nordicphotos/AFP
Dallas Mavericks heldur í örlitla von um sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir heimasigur á Portland Trail Blazers 96-91 í nótt.

Chris Kaman skoraði 26 stig fyrir Dallas, hans mesta á tímabilinu, auk þess að hirða 11 fráköst. Shawn Marion bætti 20 stigum í púkkið en Dallas þarf að halda vel á spilunum í síðustu leikjum sínum til að komast í úrslitakeppnina.

Dallas á í harðri baráttu við Los Angeles Lakers og Utah Jazz um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar.

Utah gerði góða ferð til Kaliforníu og lagði Golden State 97-90. Mo Williams skoraði 25 stig fyrir Utah en Stríðsmennirnir hefðu getað tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Nú munar aðeins einu sæti á liðinu og Houston Rockets um sjötta sætið í deildinni.

Stöðuna í deildinni þegar liðin eiga fimm til sex leiki eftir má sjá hér.

Úrslitin í nótt

Boston Celtics 107-96 Washington Wizards

Sacramento Kings 87-89 Memphis Grizzlies

Golden State Warriors 90-97 Utah Jazz

Portland Trail Blazers 91-96 Dallas Mavericks

Cleveland Cavaliers 91-85 Orlando Magic

Detroit Pistons 99-85 Chicago Bulls

Phoenix Suns 92-95 Charlotte Hornets

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×