Körfubolti

NBA: Bosh tryggði Heat sigurinn á Spurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Bosh fagnar hér sigurkörfunni í nótt.
Chris Bosh fagnar hér sigurkörfunni í nótt. Mynd / AP
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna frábæran sigur Miami Heat gegn San Antonio Spurs, 88-86, á útivelli en það var Chris Bosh, leikmaður Miami Heat sem tryggði gestunum sigur með þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir af leiknum.

Bosh var atkvæða mestur í liði Heat með 23 stig. Lebron James, leikmaður Miami Heat, var ekki með í leiknum í nótt vegna meiðsla. Miami Heat er sem fyrr með langbesta vinningshlutfallið í deildinni.

Chicago Bulls vann fínan sigur á Detroit Pistons, 95-94, í háspennuleik í Chicago. Pistons var yfir eftir þrjá leikhluta en það voru heimamenn sem voru sterkari í þeim fjórða og tryggðu sér sigurinn. Luol Deng, leikmaður Chicago Bulls, var stigahæstur fyrir heimamenn með 28 stig.

New York Knicks var ekki í neinum vandræðum með Boston Celtics, 108-89, en leikurinn fór fram í Madison Square Garden í New York. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og leiddu þeir leikinn allan tíman. Carmelo Anthony átti fínan leik fyrir New York og skoraði 24 stig. Þetta var áttundi sigurleikur New York Knicks í röð og eru þeir á mikilli siglingu í deildinni þessa daganna.

Úrslit:

Miami Heat – San Antonio Spurs 88-86

Chicago Bulls – Detroit Pistons 95-94

New York Knicks – Boston Celtics 108-89

Toronto Raptors - Washington Wizards 109-92

Cleveland Cavaliers - New Orleans Hornets 92-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×