Körfubolti

Jay-Z ætlar að selja hlut sinn í Nets

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tónlistaramaðurinn Shawn Carter, betur þekktur sem Jay-Z, ætlar að selja hlut sinn í NBA-liðinu Brooklyn Nets nú þegar flutningum liðsins frá New Jersey er lokið.

Jay-Z er sjálfur frá Brooklyn og vildi eiga þátt í því að koma liðinu í sitt gamla hverfi. Nú ætlar hann sér að gerast umboðsmaður leikmanna.

„Þetta snerist ekki um fjárfestinguna, heldur bara um Nets og Brooklyn,“ sagði í yfirlýsingu sem hann birti nýlega. „Starfi mínu sem eigandi er lokið en sem stuðningsmaður er ég rétt að byrja. Ég verð ávallt stuðningsmaður Brooklyn Nets.“

Jay-Z er eigandi Roc Nation sem gefur út tónlist og er umboðsskrifstofa fyrir listamenn. Nú ætlar hann að færa út kvíarnar með Roc Nation Sports sem verður með íþróttamenn á sínum snærum.

„Við ætlum að byggja upp ímynd og vörumerki íþróttafólks í fremstu röð, líkt og við höfum gert með marga af fremsta tónlistarfólki heims. Til þess að það verði að veruleika þarf ég að láta af eignarhlut mínum í Brooklyn Nets.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×