Curry skoraði tvær þriggja stiga körfur í sigurleik gegn Portland Trail Blazers í lokaumferð deildarkeppninnar í nótt. Hann skoraði því 270 þriggja stiga körfur á leitíðinni en Ray Allen skoraði 269 með Seattle SuperSonics tímabilið 2005-2006.
Curry þurfti 50 færri skot til þess að ná körfunum 270 en Allen þurfti á sínum tíma. Curry var með 45,5 prósent nýtingu fyrir utan en Allen með 41,2 prósent.
Curry setti meðal annars á svið sýningu í leik gegn New York Knicks í febrúar. Þá skoraði hann 54 stig og hitti úr ellefu af þrettán skotum sínum fyrir utan.