Telur að eitrað hafi verið fyrir Jordan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 11:15 Jordan kastar mæðinni í fimma leiknum í Salt Lake City 1997. Nordicphotos/Getty Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Sjá meira
Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Sjá meira
Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24