Tónlist

Engill alheimsins - Nýtt lag og myndband frá Hjaltalín

Vísir frumsýnir hér myndband við nýtt lag Hjaltalín úr leiksýningunni Englar alheimsins, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardag.

Hjaltalín semur tónlistina í sýningunni og er lagið Engill alheimsins er eitt af þeim lögum sem eru þar flutt. Textinn við lagið er eftir Pálma Örn Guðmundsson, bróður Einars Más Guðmundssonar, höfundar Engla alheimsins. Verkið er að hluta til byggt á ævi Pálma.

Högni Egilsson syngur ljóð Pálma við lagið sem tekið var upp í stúdíói Hjaltalíns en í sýningunni fer Atli Rafn Sigurðarson með hlutverk hans.

Myndbandið er eftir Helenu Stefánsdóttur og Arnar Stein Friðbjarnarson en þau vinna einnig myndbandsverk í sýningunni.

Leikgerð Þjóðleikhússins er eftir Símon Birgisson og Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra.

Frumsýning verksins er á laugardag en hér á síðu Þjóðleikhússins má kynna sér það nánar.

Atli Rafn Sigurðsson fer með aðalhlutverk sýningarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×