Juventus vann í kvöld öruggan 2-0 útisigur á Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Arturo Vidal kom Juve yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu. Hann bætti öðru marki við 20 mínútum síðar og þar við sat.
Sigur Juventus var aldrei í hættu en liðið er nú með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar. Inter er með 74 stig en Lazio er í sjötta sæti með 51 stig.
Vidal er 25 ára miðvallarleikmaður frá Síle og hefur nú skorað alls sjö mörk á tímabilinu.
Vidal skoraði bæði í sigri Juventus
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn


Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn




