Karlalið Vals og Stjörnunnar leiða saman hesta sína á föstudagskvöld í fyrsta leiknum í einvígi liðanna um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
Stjarnan vann góðan sigur á Víkingum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi um hvort liðið færi í umspilið við Valsmenn. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá umfjöllun og viðtöl má sjá hér og myndir frá leiknum hér fyrir neðan.
Valsmenn höfnuðu í næstneðsta sæti N1-deildar karla í vetur. Ólafur Stefánsson mun þjálfa liðið á næstu leiktíð og mikið undir hjá Valsmönnum að halda sér á meðal þeirra bestu.
Sömuleiðis vilja Stjörnumenn endurnýja kynnin við efstu deild á nýjan leik eftir þriggja ára fjarveru. Vinna þarf tvo leiki til þess að vinna sæti í efstud deild.
Baráttan byrjar á föstudag

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19
Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei.