Tónlist

Bassaleikari Deftones allur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Chi Cheng, bassaleikari bandarísku rokksveitarinnar Deftones lést á laugardag, eftir áralanga spítalavist í kjölfar bílslyss. Hann var 42 ára.

Cheng var farþegi í bifreið systur sinnar árið 2008 þegar hún skall framan á aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Cheng, sem var ekki í bílbelti, kastaðist úr bifreiðinni og hlaut mikla höfuðáverka.

Eftir slysið var Cheng í dái mánuðum saman og undanfarin fjögur ár hefur meðvitund hans verið mismikil. Nýr bassaleikari gekk til liðs við Deftones, en Cheng var þó formlegur meðlimur sveitarinnar til dauðadags.

Myndband vinsælasta lags Deftones er að finna í spilaranum hér að ofan, og í því bregður bassaleikaranum fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×