AC Milan þarf að sætta sig við að spila næstu þrjá leiki án framherjans Mario Balotelli þar sem hann hefur verið dæmdur í leikbann.
Riccardo Montolivo, miðjumaður Milan, segir að liðið geti spjarað sig án markaskorarans sem hefur verið sjóðheitur síðan hann kom frá Man. City.
"Áhrifin sem Balotelli hefur haft á deildina eru brjálæðisleg. Við vorum samt komnir á sigurbraut áður en hann kom þökk sé Giampaolo Pazzini," sagði Montolivo.
Balotelli mun missa af leiknum gegn Napoli í dag sem og leikjum gegn Juventus og Cagliari.
Getum spjarað okkur án Balotelli
