Verslunin JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON sem staðsett er að Laugavegi 89 í Reykjavík opnar formlega um helgina. Verslunin var hönnuð af leikmyndahönnuðinum Axeli Hallkeli Jóhannessyni sem er betur þekktur sem Langi Seli. Mikið er lagt í verslunina að sögn Guðmundar.
Frá og með opnun og fram að hausti verður seldur herrafatnaðar frá JÖR í versluninni en í haust verður fyrsta dömulínan sett í sölu, en hún var frumsýnd á dögunum á Reykjavík Fashion Festival og sló þetta líka svona í gegn. Sjá nánar hér.